30.7.2009 | 14:30
Ánægjulegt
Jæja, ætli það sé ekki kominn smá tími á blogg og svona..
Nýr fjölskyldumeðlimur er væntanlegur 28.desember og vona ég búans vegna að lokaspretturinn verður eftir áramót.
Ég geri ekkert annað nema að stækka og stækka. Blæs út og mér finnst ég vera orðin svo stór miða við hvernig fólk sem er komin 18vikur á leið lýtur út.
Fór í mæðraskoðun í dag og fengum úr blóðprufunni, ég er með rosa mikið járn sem er ekki dagsdagleg sjón. En það er gott, þýðir bara að ég borða fjölbreytt held ég.. Annars lýtur þetta allt vel út, hjartslátturinn er í kringum 150-170 slög á mínútu. Svo er það 20v sónarinn.. Hlakka til að fá að sjá meira af barninu, og sjá hvað það hefur stækkað. Man líka hvað mér fannst gaman að fá að sjá allt í 12v sónarinum.. Hreyfingarnar, líffærin og svona. Gæti ekki verið ánægðari :D
Sumarið er búið að vera ansi fljótt að líða og mér finnst ég ekki hafa gert neitt annað nema að vinna og sofa.. U.þ.b. mánuður í skólann og allt að gerast. Verslunarmannahelgin verður bara haldin í bænum með vinnu og kannski smá hjálp við flutninga. Svo ætla ég að reyna að redda helginni í vinnunni helgina þar á eftir og skreppa í útileigu með tengdó og vinum.
Amma átti afmæli í gær, bara 33ja ára konan ;) Hohoho.. Fór til hennar og þar var kúfyllti maður diskana af kökum. Hún blómstrar alveg og ég get alveg séð fyrir mér að hún verði 130 ára. Frekar hraust kona :D Ég kem úr góðum ættum, það eitt er víst ;)
-Auður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.