29.5.2009 | 00:31
Stutt og laggott!!
Jæja, þá er mín komin heim frá Frakklandi. Úr skólaferðalagi..
Jaa, það er margt sem hefur gerst síðan ég bloggaði fyrir jól. Vinkona mín átti strák núna 17. apríl. Algjör gullmoli :D Þó var fæðingin mjög erfið hjá þessum litla 9 merku drengi. Skrítið hvernig dagurinn og dagarnir eftir voru erfiðir, ekki bara fyrir fjölskylduna, heldur vinina einnig.
Læknanir töluðu um að þetta hafi verið ein erfiðasta fæðing sem þeir hafa orðið vitni af. Og þegar vinkona mín vaknaði eftir neyðaruppskurðinn, mjög vönkuð og þreytt og íll, þá voru allir grátandi, læknanir, hjúkrunarkonunar og fjölskyldan.. En litli prinsinn fékk að fara heim eftir 2 vikur :D Allt í lagi með drenginn, hann er lítið kraftaverk
Jæja, en það er margt sem hefur breyst á þessu hálfa ári sem ég hef ekki bloggað :D Ég ætla í snyrtifræði, og held að það eigi eftir henta mér vel :D Eða við sjáum til.. Eitt er þó erfitt að velja á milli, það er FB eða Snyrtiakademían? Maður þarf algjörlega að hugsa málið.
Svo var mín að koma af Fúlar á móti, besta sýning sem ég hef séð í LANGAN tíma :D Sé enganveginn eftir peningnum þar ;) Bauð kallinum með, veit ekki alveg hvernig honum fannst, en honum líkaði ;)
Jæja, ætli ég fari nú ekki að fara að koma mér í bólið?
Vinna í fyrramálið og svona ;)
Kv. Auður Ösp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.