Bréf til gæludýrabúðina í Glasgow, Englandi.

Reykjavík 22. okt 2008

Gæludýrabúð.
Glasgow
England

 

Efni: Framkoma við viðskiptavini í kreppunni!

Kæra gæludýrabúð.
Ég er mjög ósátt við það hvernig þið höndlið þessi efnahagsástand.
Hver er tilgangurinn í því að henda fólki út úr búð? Það er ekki þessum tveim konum að kenna að þær séu Íslendingar og hvernig ástandið í landi þeirra sé.
Ég hélt að löndin verði að standa saman. En mér finnst þau ekki gera það.
Þarna töpuðið þið einhverjum íslendingum sem versla við ykkur. Þarna fóru e.t.v. nokkrar vörur til einskis.
Nú hefur verið í fréttum að íslendingum hefur verið hent útúr íbúðum eða búðum með ekki svo löngu millibili. Þetta fólk er að reyna að gera líf sitt eins eðlilegt og hægt sé. Þó það sé að spreða pínu. 
Þetta eru ekkert nema fordómar gagnvart íslendingum. Á endanum á fólkið hér í landinu eftir að sleppa því að fara til þeirra landa sem koma svona fram við okkur. Þetta er engan veginn eðlilegt. Þetta væri eins og ef ég myndi henda ykkur bretum útúr sjoppunni hjá mér útaf því hvernig ástandið er? Nei, það geri ég ekki. Það fyrsta sem ég hugsa um eru launin mín og annað, hvaða tilgangur væri í því að henda þessu fólki út. Það gerði mér, persónulega, ekki neitt.
Farið nú vinsamlegast að hugsa um ykkar gang og hættið að hugsa um hverjum þessi kreppa er að kenna! Því hún er okkur öllum að kenna, því græðgin er svo mikil hjá mannverunni.

Með bestu kveðjum.
Auður Ösp Magnúsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband