1.10.2008 | 09:56
Sjálfstæða færslan :P
Ég hef nú frekar lítið til þess að blogga um eða já segja frá mínum skoðunum.. Ég er með stóra ritstíflu, sem gæti verið algjört vandamál þar sem ég þarf að leggja höfuðið mikið í bleyti og ákveða hvað skal skrifa um.. það er margt sem rennur í gegnum hugann samt sem áður.. Ólétta fólks í kringum mig, já kannski er bara ágætt að byrja á því.. Ég get svo svarið það, flest allir í kringum mig eru að fara að poppa út einu litlu skrímsli, eða eru að spá í því.. Vinkona systur minnar sem er 92 módel á að eiga eftir 10 vikur, litla prinsessu. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvort hún myndi meika þetta, miða við þær sögur sem ég hef heyrt. Þetta meikar bara engann sjéns. Mjög góð vinkona mín sem ég vann með er nýbúin að eiga sætan sætan strák og önnum MJÖG góð vinkona mín er orðin ólétt. Komin rétt yfir 3 mánuðina held ég. En samt eiga þær góða að og fá góðan stuðning. Ég hef rætt þetta eitthvað við hana móður mína, ef ég myndi nú bara óvart verða ólétt veit ég þó að hún verður ekki eins og amma sem tók bróðir minn eiginlega alveg að sér.. Meðan mamma var í skólanum, var amma oftast með hann. Ég veit að það myndi kenna mér algjörlega um uppeldi og maður verðu að sjá um sig sjálfur, mín mistök mitt verk :P
Ég veit ekki alveg hvað ég er að bulla hérna, en ég held að ég látti þetta duga :P
kv.
Auður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.