Færsluflokkur: Dægurmál
1.10.2008 | 09:56
Sjálfstæða færslan :P
Ég hef nú frekar lítið til þess að blogga um eða já segja frá mínum skoðunum.. Ég er með stóra ritstíflu, sem gæti verið algjört vandamál þar sem ég þarf að leggja höfuðið mikið í bleyti og ákveða hvað skal skrifa um.. það er margt sem rennur í gegnum hugann samt sem áður.. Ólétta fólks í kringum mig, já kannski er bara ágætt að byrja á því.. Ég get svo svarið það, flest allir í kringum mig eru að fara að poppa út einu litlu skrímsli, eða eru að spá í því.. Vinkona systur minnar sem er 92 módel á að eiga eftir 10 vikur, litla prinsessu. Það fyrsta sem ég hugsaði var hvort hún myndi meika þetta, miða við þær sögur sem ég hef heyrt. Þetta meikar bara engann sjéns. Mjög góð vinkona mín sem ég vann með er nýbúin að eiga sætan sætan strák og önnum MJÖG góð vinkona mín er orðin ólétt. Komin rétt yfir 3 mánuðina held ég. En samt eiga þær góða að og fá góðan stuðning. Ég hef rætt þetta eitthvað við hana móður mína, ef ég myndi nú bara óvart verða ólétt veit ég þó að hún verður ekki eins og amma sem tók bróðir minn eiginlega alveg að sér.. Meðan mamma var í skólanum, var amma oftast með hann. Ég veit að það myndi kenna mér algjörlega um uppeldi og maður verðu að sjá um sig sjálfur, mín mistök mitt verk :P
Ég veit ekki alveg hvað ég er að bulla hérna, en ég held að ég látti þetta duga :P
kv.
Auður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 09:35
Vetrarlegt á vegum landsins og viagra fyrir fólkið..
Jæja, það er greinilegt að það sé farið að nálgast veturinn.
Það eru komir hálkublettir við Austurland, Vestfjörðum, Norðurlandi og Vestulandi. Gott að ég sé nú ekkert á leiðinni útúr bænum á litlu druslunni minni. Ég væri bara að bjóða uppá slysahættu. Kæmist ekki einu sinni yfir heiðina, múhahahaha :P
Svo nú vil ég minna fólk á að fara að skipta á dekkjunum ef þið ætlið ykkur að fara eitthvert langt næstu daga. Meðan minn fær að vera á sléttu dekkjunum sínum í friði áður en það byrjar að kólna hressilega :D
Það sem dró athygli mína var náttúrulega Viagrað sem á eftir að þróa betur. Talað er um að kínversk jurtu getið komið í stað viagra. Á íslensku graðgeitagresi(horny goat weed). Einhvern veginn finnst mér þetta ekki mjög heillandi. Annað hvort tekst þér að halda honum uppi eða ekki. Manni líður nú ekki vel að vita að áttræður afi manns sé að klunnast eitthvað á einhverri svaka píu á elliheimilinu. Jaaa, þetta hefur þó sína kosti og gall, þetta blessaða Viagra.. Fólk sem á við risvandamál, málið er leyst einn tveir og bingó. Vonum bara að þetta nátturulega graðgeitagresi standi fyrir sínu þegar þar að kemur :D
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.9.2008 | 09:53
Moussaieff okkar góða ;)
Já, hún Dorrit okkar.. Mér finnst hún hafa mjög hressan persónuleika, hún er frökk og óhrædd um að koma fram í sviðsljósið og tala sína bjöguðu íslensku(þó hún sé að batna með hverju árinu).. Hún er brosmild og fersk.. Og er líka ekkert feimin við það að tala við annað fólk í samfélaginu(semsagt hún er ekki hrædd við það að tala við fólk sem eru undir henni, ef það er rétta orðið)..
Eins og margir sáu bað hún um upptökuvél manns frá(var það sjónvarpið eða stöð2?) einhverju sjónvarpi og vildi skipta um hlutverk.. Hann fékk að vera forsetafrúin og hún var orðin ein af upptökuliðinu.. Og sýnir það að hún er óhrædd við það að athyglin sé beint að henni..
Ég held að hún sé mjög jarðbundin manneskja, og mjög uppátækja söm.. Maður væri nú alveg til í að vita hvað hún er að brasast á Bessastöðum.. Ólafur Ragnar er heppinn maður finnst mér.. Bæði það þá tel ég þau vera mjög hamingjusöm og innilega ástfangin.. <3
Við Íslendingar erum líka heppin því ég tel hana vera landi okkar, Íslandi, til sóma.. Og hún er engin svona(svo við segjum það á íslensku) rík tík... Þó hún eigi mikla peninga og dekrar við sig og splæsir á hið fínasta púss. Hún er ekki með neinn hroka eða dónaskap við einn eða neinn.. Eða svo við hér í samfélaginu sjáum!
Takk fyrir mig, Adios...
Auður Ösp
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 09:42
Líðan..
Líðan mín í dag er svengd og þreyta.. Mig langar mest til þess að leggjast uppí rúm og fara að sofa.. Kannski vegna þess að ég ákvað að vaka pínu frameftir til þess að læra Sem er gott
Úff, mér er samt pínu farið að langa til þess að vera pínu ein fyrir mig því Imke(skiptineminn minn) er alltaf þarna. Jaaa, næstum því alltaf. En á laugardaginn fæ ég frið frá þessu. En þetta er ágætis reynsla. Jaa, ég fæ samt ekki alveg frið samt sem áður, því ég þarf að vinna. Ég sef líka frekar lítið og ílla. Vantar einhvern til þess að kúra hjá. Þar sem við Viðar höfum verið saman á hverjum einasta degi frá því ég fór út til Fuerte og áður en ég fór út síðan ég man ekki hvenær. Hef smá áhyggjur af kallinum þar sem hann er á skytteríi og gæti fengi skot í bossann.. En þeð er ólíklegt en þó alveg gerlegt.
Jaaa, þetta er allavegana það sem ég er að hugsa akkúrat núna og líðan mín..
Adios..
Auður Ösp
Dægurmál | Breytt 29.5.2009 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2008 | 10:05
Flóttafólk...
Nú í gær kom 29 manna hópur frá Al-Waleed flóttamannabúðunum í Írak, átta einstæðar mæður og tuttugu og eitt barn til landsins. Þau eru Palestínskt.
Þetta var langt og strangt flug eða um 26 tíma flug. Þau voru spurmikil um nýja landið. Næstu dagar eiga eftir að vera e.t.v. erfiðir. Gífurlega mikil pappírsvinna er framundan þar á meðal læknisskoðun til þess að skoða ástandið á þeim og ráðgjöf frá félagsþjónustu. Því það er ekki auðveldast í heimi að aðlagast fljótt nýju landi. Allt mikið öðruvísi en þau hafa upplifað áður.
Samtals hafa komið um 481 manns frá árinu 1956, með þessum hóp meðtöldum.
Ég vona að þessu fólki eigi eftir að líka vel við nýja landið og það eigi eftir að veita þeim mun meiri möguleika en áður. Og að íslensk þjóð taki vel á móti þeim, því ef við myndum þurfa að flýja land værum við ekki sátt við það að geta ekki fetað okkur nógu vel í því samfélagi.