13.5.2011 | 01:58
Hvar er virðingin í fjölmiðlum?
Í sakleysi mínu las ég fréttamiðla sem sögðu frá hörmulegu ástandi.
Maður hafði vísað læknum að stúlku í farangursrými bíl hans. Og hann játaði á sig sök.
Ég fór í gegnum, mbl.is vísir.is dv.is og endaði á eyjan.is..
Ég fékk hnút í magann.. Ekki vegna lýsinganna heldur vegna þess að þeir gáfu upp bílnúmer, bílnúmer sem ég kannaðist við.. Ég þurfti að hugsa mig tvisvar um til að vera viss um hvort þetta væri rétt.
Þar fékk ég flugu í hausinn, og vonaðist til þess að þetta væri ekki satt..
Ég hefði viljað heyra þessar fréttir af einhverju öðru en netmiðli. Ég hefði viljað fá að vera sorgmædd fyrir fólkinu sem ég "þekkti ekki", lært fyrir próf og seinna í kvöld. Jafnvel á morgun fá þennan skell í andlitið.
Þó það sé ekki gefið upp nöfn þá er þetta alveg nóg til þess að fara yfir strikið að mínu mati.
Hverju skiptir það hvert bílnúmerið hafi verið?
Halda þeir að þeir séu að gera þetta í virðingaskyni fyrir fjölskyldu þeirra?? Til að auðvelda þeim að þurfa ekki að segja fjölskyldumeðlimum sínum frá því gerst hafði?
Að mínu mati hefur þessi síða gert þetta ennþá erfiðara ekki bara fyrir fjölskylduna, heldur vini og vandamenn þessa fólks.
Mér finnst þetta þvílík vanvirðing fyrir fjölskyldu þeirra og ég vona að eyjan.is muni biðjast velvirðingar á þessum óþarfa orðum...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 15:10
Bara því það eru aldir..
Prinsinn minn fæddist 23.desember 2009 kl. 03.19. Hann fékk nafnið Anton Elías.
Hann er algjört æði. Sefur vel og stækkar eins og ég veit ekki hvað. Það er enganveginn hægt að biðja um betra barn. Hann brosir við minnsta tækifæri og er algjör gleðigjafi í lífi mínu.
Hendurnar eru hans uppáhald. Og er hann alveg að fara að uppgvöta á sér lappirnar. Svo æfir hann raddböndin alla morgna. Rosalega gaman hjá honum.
Líka, gleðilega páska..
Ætlaði að narta í eggið mitt og braut ég ekki smá úr tönninni? Ég hef ekki viljað smakka á egginu.. Fór inní herbergi hálf svekkt og ætla að byrja að læra.
Jæja, ég veit ekki hvað ég á annað að segja.
Gleðilega páska
Dægurmál | Breytt 8.6.2010 kl. 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2009 | 14:30
Ánægjulegt
Jæja, ætli það sé ekki kominn smá tími á blogg og svona..
Nýr fjölskyldumeðlimur er væntanlegur 28.desember og vona ég búans vegna að lokaspretturinn verður eftir áramót.
Ég geri ekkert annað nema að stækka og stækka. Blæs út og mér finnst ég vera orðin svo stór miða við hvernig fólk sem er komin 18vikur á leið lýtur út.
Fór í mæðraskoðun í dag og fengum úr blóðprufunni, ég er með rosa mikið járn sem er ekki dagsdagleg sjón. En það er gott, þýðir bara að ég borða fjölbreytt held ég.. Annars lýtur þetta allt vel út, hjartslátturinn er í kringum 150-170 slög á mínútu. Svo er það 20v sónarinn.. Hlakka til að fá að sjá meira af barninu, og sjá hvað það hefur stækkað. Man líka hvað mér fannst gaman að fá að sjá allt í 12v sónarinum.. Hreyfingarnar, líffærin og svona. Gæti ekki verið ánægðari :D
Sumarið er búið að vera ansi fljótt að líða og mér finnst ég ekki hafa gert neitt annað nema að vinna og sofa.. U.þ.b. mánuður í skólann og allt að gerast. Verslunarmannahelgin verður bara haldin í bænum með vinnu og kannski smá hjálp við flutninga. Svo ætla ég að reyna að redda helginni í vinnunni helgina þar á eftir og skreppa í útileigu með tengdó og vinum.
Amma átti afmæli í gær, bara 33ja ára konan ;) Hohoho.. Fór til hennar og þar var kúfyllti maður diskana af kökum. Hún blómstrar alveg og ég get alveg séð fyrir mér að hún verði 130 ára. Frekar hraust kona :D Ég kem úr góðum ættum, það eitt er víst ;)
-Auður
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 00:31
Stutt og laggott!!
Jæja, þá er mín komin heim frá Frakklandi. Úr skólaferðalagi..
Jaa, það er margt sem hefur gerst síðan ég bloggaði fyrir jól. Vinkona mín átti strák núna 17. apríl. Algjör gullmoli :D Þó var fæðingin mjög erfið hjá þessum litla 9 merku drengi. Skrítið hvernig dagurinn og dagarnir eftir voru erfiðir, ekki bara fyrir fjölskylduna, heldur vinina einnig.
Læknanir töluðu um að þetta hafi verið ein erfiðasta fæðing sem þeir hafa orðið vitni af. Og þegar vinkona mín vaknaði eftir neyðaruppskurðinn, mjög vönkuð og þreytt og íll, þá voru allir grátandi, læknanir, hjúkrunarkonunar og fjölskyldan.. En litli prinsinn fékk að fara heim eftir 2 vikur :D Allt í lagi með drenginn, hann er lítið kraftaverk
Jæja, en það er margt sem hefur breyst á þessu hálfa ári sem ég hef ekki bloggað :D Ég ætla í snyrtifræði, og held að það eigi eftir henta mér vel :D Eða við sjáum til.. Eitt er þó erfitt að velja á milli, það er FB eða Snyrtiakademían? Maður þarf algjörlega að hugsa málið.
Svo var mín að koma af Fúlar á móti, besta sýning sem ég hef séð í LANGAN tíma :D Sé enganveginn eftir peningnum þar ;) Bauð kallinum með, veit ekki alveg hvernig honum fannst, en honum líkaði ;)
Jæja, ætli ég fari nú ekki að fara að koma mér í bólið?
Vinna í fyrramálið og svona ;)
Kv. Auður Ösp
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2008 | 01:21
Endalausa krepputal
Já ég veit, ég á að vera að læra fyrir próf.. Eða sofandi til þess að ég vakni fyrir prófið...
En það er ekki svo auðvelt. Maður er búin að snúa ÖLLUM sólahringnum við.. Jaa, kannski ekki öllum, en að mestu...
Hef verið að fara að sofa milli 1 og 6 síðustu daga.. Svona er það bara.
En já, það sem ég ætlaði aðalega að tala um er þetta endalausa krepputal..
Eru ekki allir komnir með nóg af þessu?
Svo var ég að lesa um daginn um að hvert mannsbarn skuli hvað, um 6 milljónir..
Eru þetta skuldir sem ég hef safna? Nei, ég er bara ný orðin átján ára guttína..
Er það mín sök hvernig fór? Nei, ekki bara mín.. Heldur líka allra hinna gráðugu svínana!
Jú, ég er pínu fegin að þetta skall yfir okkur, nema þessar 6 milljónir sem ég skulda víst!!! Því kannski fólk átti sig á því að það er betra að hafa lítið uppí höndunum(meiri hamingja e.t.v) en mikið.. Jú það er alltaf gott að hafa peninga og þeir meiga alveg vera oft og mörgum sinnum til staðar.. En þarf allt að vera svona dýrt?
Ég held að uppá vissu marki mun nú verandi kynslóð lítið átta sig á þessu, við finnum nú eitthvert minnst fyrir þessu..Ég vona ó að eitthvað muni breytast...
Jæja, þá er ég loksins búin að tjá mig um þetta og ætti kannski að geta komið smá dúr á augað!!!
Góða nótt kæru landsmenn...
Ég kveð að sinni..
Auður Ösp
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.10.2008 | 09:39
Bréf til gæludýrabúðina í Glasgow, Englandi.
Reykjavík 22. okt 2008
Gæludýrabúð.
Glasgow
England
Efni: Framkoma við viðskiptavini í kreppunni!
Kæra gæludýrabúð.
Ég er mjög ósátt við það hvernig þið höndlið þessi efnahagsástand.
Hver er tilgangurinn í því að henda fólki út úr búð? Það er ekki þessum tveim konum að kenna að þær séu Íslendingar og hvernig ástandið í landi þeirra sé.
Ég hélt að löndin verði að standa saman. En mér finnst þau ekki gera það.
Þarna töpuðið þið einhverjum íslendingum sem versla við ykkur. Þarna fóru e.t.v. nokkrar vörur til einskis.
Nú hefur verið í fréttum að íslendingum hefur verið hent útúr íbúðum eða búðum með ekki svo löngu millibili. Þetta fólk er að reyna að gera líf sitt eins eðlilegt og hægt sé. Þó það sé að spreða pínu.
Þetta eru ekkert nema fordómar gagnvart íslendingum. Á endanum á fólkið hér í landinu eftir að sleppa því að fara til þeirra landa sem koma svona fram við okkur. Þetta er engan veginn eðlilegt. Þetta væri eins og ef ég myndi henda ykkur bretum útúr sjoppunni hjá mér útaf því hvernig ástandið er? Nei, það geri ég ekki. Það fyrsta sem ég hugsa um eru launin mín og annað, hvaða tilgangur væri í því að henda þessu fólki út. Það gerði mér, persónulega, ekki neitt.
Farið nú vinsamlegast að hugsa um ykkar gang og hættið að hugsa um hverjum þessi kreppa er að kenna! Því hún er okkur öllum að kenna, því græðgin er svo mikil hjá mannverunni.
Með bestu kveðjum.
Auður Ösp Magnúsdóttir
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2008 | 09:26
Ótrúl.!
Sofn. í rusl.gámi og lenti í rusl.þj. Drukk. tékki er alvarl. slas. Eftir að hann sofn. í rusl.gámi í g. Maðu. var í gám sem var tæmd. í rusl.bíl. sem þjap. rusl. í gám. Maður. var flutt. á sjúk.hús með innvor. blæð. Maður. sem er 25 ár. býr í bæ. sem heit. Mjör. Ekki er vit. um líð. hans. Lögregl. ath. nú hvort rusl.maður. hafi pass. að opn. rusl.gám. og kanna innihald. hans!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2008 | 13:00
Veikindi..
Ég er búin að liggja í bólinu síðustu daga með mikinn hita og læti.. Loksins er ég búin að jafna mig. Eða ekki, smá slappleiki ennþá en mér líður mikið betur Og þannig hef ég haft tíma til að hugsa útí þessi kreppumálefni.. Og djöfull er ég komin með uppí kok á þeim. Manni er farið að langa í smá frið frá þessu, maður vill geta skoðað einhverjar fréttir um annað en efnahagsmál, jújú það er svosum ágætt að vita stöðuna í landinu og annarsstaðar í heiminum en of mikið getur dregið mikinn kraft úr fólki og þreytt það. Á Fimmtudaginn þá fór ég inná mbl.is og var að skoða fréttirnar, merkilegustu fréttirnar sem ég sá voru um hann Ólaf okkar forseta, hann var búinn að fara í aðgerð og mátti ekki vera í fullri vinnu næstu daga. Láttu þér batna kríli ;)
En jæja, ég ætla að fara að gera eitthvað annað en að valda mér endalausum áhyggjum og velta mér uppúr þessari kreppu..
Auður Ösp
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 11:25
Hvað er að fólki?
Stærsta barnaklámsmál í sögu Spánar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2008 | 11:17
Sofið yfir sig bara!
Það geta allir sofið yfir sig, og er það bara mannlegt. En þegar þú gengir svona stóru hlutverki áttu þá ekki bara að búa í flugturninum? Þetta hefur ekki bara verið óþæginlegt fyrir farþegana og starfsmenn flugvélarinnar og flugturnsins.
En gott samt að hafa rekið manneskjuna, því svona hlutir eiga ekki að gerast.. Þeir sem eru flughræddir hafa ábyggilega setið í drullunni sinni að reyna átta sig á því hvort eitthvað slæmt væri í gangi.
Hringsóluðu yfir Lesbos meðan flugumferðarstjórinn svaf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)